top of page
37BB55F9-D5EB-4401-BA44-3C5DF9972F35_edited.jpg

 Orkustöðva Retreat 

Screenshot 2022-10-23 at 12.50.18.png

Arnarnes Paradís 18-20 nóv.
 2022

Ný orka, sjálfsefling, 
gæðastundir, góð næring
 fyrir líkama og sál.

Orkustöðvar virkjaðar - Markþjálfun - Gagnræður - Tónheilun - Ilmkjarnaolíur

Frá streitu til slökunar

Í hinni daglegu rútínu, getur reynst erfitt að kyrra hugann, ná tengingu við hina innri kyrrð, þá kyrrð er býr innra með okkur öllum, ljúfa sál, en við finnum ekki vegna "hávaðans" sem er allt um kring.

Retreat í kyrrð sveitasælunnar, í hóp þar sem allir koma með sama markmið, að skipta um gír og gefa sér rými, er fullkomin leið fyrir þig fallega sál, til endurnæringar og góðrar hleðslu, í miðjuna þína.

500CA756-B868-4E06-9B71-8DBE2315A090.heic

Orkustöðva Retreat

6E884A5F-1EB1-4C52-B3D5-491F6692844A.heic

Í hraða hins nútíma lífs, er ekkert undarlegt við það að upplifa sig týnda og tætta, uppgefna og þreytta.

Samfara auknum hraða, eykst því þörfin fyrir að stíga til hliðar, hlaða batteríin, hlúa að sjálfri sér, koma þannig í veg fyrir að illa fari, eða jafnvel að nýta svona helgi, til þess að byggja sig upp, eftir að hafa brunnið yfir.


Að styðja reglulega við orkustöðvarnar, er eitt af því sem hefur hjálpað mér í lífsins ólgusjó, að halda jafnvægi og dvelja æ betur í miðjunni minni.

Mín leið

AFF7875D-332C-47A6-AA17-DC6334084B5B.heic

Hér tala ég af eigin raun, en vorið 2011 kláraði ég af öllum mínum batteríum og meira til, það tók mig 2 ár að komast að fullu, aftur út á vinnu markaðinn.
Ýmsar leiðir nýtti ég mér, t.d breytt mataræði, ég vann með streitu stuðulinn, nýtti mér núvitund, orkustöðva vinnu ofl.

Allt þetta fann ég í 3 ára námi mínu í Heilsumeistaraskóla Íslands, er kenndi ýmsar náttúrulegar leiðir til heilsubótar og betra lífs.

​Nýjasta viðbótin mín er svo Markþjálfun og Gagnræður, sem styðja svo fallega við allt hitt.

Orkustöðva retreat

gefur þér, fallega sál, tækifæri til djúprar innri vinnu og slökunar, tækifæri til að tengjast enn betur við þinn innsta kjarna.
 
Í orkustöðva vinnunni, notum við hugleiðslur,
möntrur, ilmkjarnaolíur, tíbet skálar og djúpa slökun.

 

Við nærum líkamann og sálina,
með góðu og nærandi fæði,
með gagnræðum og markþjálfun.

Við dýfum okkur aðeins í heita pottinn og
njótum samveru, í ljúfum hóp og við hvílumst.

F7273BB4-32C1-4E27-B8A2-893C5B06731E.png

Skráning

Við skráningu greiðist 20.000 kr. óafturkræft staðfestinga gjald, þú skráir þig fyrir 8. nóv. og færð 10.000 kr. afslátt af 80.000 kr. þáttöku gjaldinu.

Innifalið er: dagskrá frá föstudegi til sunnudags, gisting í  2 manna herbergjum í 2 nætur, aðgangur að heitum potti, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur, frá föstudags síðdegi til loka dagskrár um miðjan sunnudag, á milli mála verða í boði ávextir og létt snarl, te og kaffi.

8E47E627-F261-4AA5-81F2-1E0F54634E4F.heic
B55053C1-BCCB-46B3-A391-FB89DDC0A284.heic
B55053C1-BCCB-46B3-A391-FB89DDC0A284.heic
B55053C1-BCCB-46B3-A391-FB89DDC0A284.heic
bottom of page